Forskaren

Thursday, July 13, 2006

Skallapopparar og Supernova

Endaði HM keppnin þá bara ekki með einhverri skallavitleysu af hálfu Zidane! Ekki það að hann er eiginlega uppáhalds fótboltaleikmaðurinn minn og mér fannst þetta eiginlega bara gott á þennan ítala ef hann var að móðga mömmu hans og systur. Má ekki allt í fótbolta eins og í íshokkí og glímu? EF að Portúgalarnir henda sér niður í grasið marðir á læri og rass ef einhver hleypur framhjá þeim þá hlýtur þetta líka að mega. Ég meina, kannski var Zidane bara að hnerra og rak höfuðið svona óvart í ítalann að hann hentist aftur á bak! Það er aldrei að vita.
En svona að öðru, þið verðið að kíkja á þetta Supernova dæmi. Þetta er eitt af því fyndnasta sem fyrirfinnst í sjónvarpinu. Það eru allir svo rosalega rokkaðir en inn við beinið eru bara allir eiginlega rosalega væmnir.....Þetta er annars mjög gaman að fylgjast með og ekki ólíklegt að maður detti ofan í þessa vitleysu eins og Survivor, Supermodel þættina og Project Runway. Af nógu er að taka í þessu maður....púff!

Thursday, July 06, 2006

Viva La France!!

Jæja, horfði með öðru auganu á restina af leiknum milli Frakka og Portúgala og var ægilega ánægð þegar mínir menn í franska liðinu unnu og eru þar með komnir í úrslit.
Þannig að úrslitaleikurinn verður á milli Ítalíu og Frakklands. Hljómar alveg æsispennandi!! Nú er ég loksins dottin aðeins inn í fótboltann og finnst enn betra að það skyldu bara Evrópuþjóðir komast í 4 liða úrslitin. Það er alltaf svo leiðinlegt að hafa Brassana alltaf í úrslitum. Ég held ég ætli að horfa á úrslitaleikinn á sunnudaginn, og það er aldrei að vita að maður hafi uppi á Grumpu og við horfum saman á alla þessa föngulegu karlmenn spila í stuttbuxunum. Og ætli við munum svo ekki halda með sitthvoru liðinu, en ég vil að Frakkland vinni, en ég held að Grumpa vilji ábyggilega sjá Ítalan vinna þetta (svona af bloggsíðunni hennar að dæma..)Við sjáum hvað setur.
Annars ætlaði ég að tilkynna að Forski er orðin voðalega heilsusamleg og er þess vegna búin að stofna nýtt heilsublogg sem heitir heilsuforski.blogspot.com
Ætlunin er að hafa bloggsíðu þar sem hægt verður að skiptast á uppskriftum, flangjörð, ostakökugerð, salat, matarræði, líkamsrækt, ráðleggingar og bara hvað sem er sem okkur dettur í hug! Kíkiði endilega á þetta!

Monday, July 03, 2006

Útsölur og karlmennska

Í dag fór ég á útsölurnar í Smáralind. Ekki svosem í frásögu færandi nema mér tókst að sjálfsögðu að fara framyfir á kortinu (ekki að það hafi svosem verið nokkuð að stoppa mig...) en annars fékk ég vægt menningarsjokk í dag hvað íslenska karmennsku varðar. Ég komst eiginlega að því í dag svona endanlega að íslenskir karlmenn hafa mikið breyst frá því að ég var á mínum sokkabandsárum (ekki það að ég nota eiginlega enn sokkabuxur svona from time to time....). Ég fór á Te og Kaffi og ætlaði að næla mér í einn kaffibolla to go. Ég þurfti að standa í biðröð og fyrir framan mig stóðu tveir ungir íslenskir karlmenn - það er reyndar vafamál hvort hægt er að kalla þá það eftir þessa sögu - og þeir voru að spjalla saman. Ég tek það fram að þetta voru mjög myndarlegir menn sem voru vel til hafðir og á allan máta mjög myndarlegir. Reyndar voru þeir alltof ungir fyrir mig, en fínir fyrir dömur um tvítugt kannski. En það sem sló mig mest var að þeir voru að tala saman um megrun og hvað þeir mættu borða og hvað þeir mættu nú ekki borða. Annar sagði að hann hefði nú bara stolist í sýróp (hvað er það eiginlega! að stelast í sýróp!! eða bara að borða sýróp yfirhöfuð!!) og kók. Og þannig héldu þeir áfram eins og hinar verstu kerlingar. Ekki það að ég fór að hugsa, að kannski voru þeir guy og voru kærustupar. Það mundi vera afsökun þeirra, þar sem þetta er miklu skiljanlegra með tvo guy gaura. Enda litu þeir það vel út að það var mjög líklegt að þeir væru akkurat það, semsagt guy. ég skammaði mig smávegis í huganum fyrir að vera með þessa fordóma og hugsaði að þarna væri komin skýringin á diet obsession ungu mannanna. En nei nei, viti menn hvað gerist? Haldiði ekki að þeir fari að daðra við afgreiðslustúlkuna þegar kemur að þeim....Ég fékk semsagt menningarsjokk í dag. Eru þetta karlmenn nútímans? Farnir að haga sér nákvæmlega eins og kellingar!! Ég held svei mér að margir hafa misskilið þetta jafnréttismál. Við vorum ekki að meina að þið yrðuð lesbíur! Maður er nú einu sinni kona og maður vill nú að greys mennirnir haldi í einhverja karlmennsku....
Það er reyndar enn von, því að heyrst hefur að Grumpa stundi að fara úti í sveit og mynda föngulega einhleypa karlmenn sem keyra mótorhjól yfir holt og hæðir allan daginn. Grumpa kom reyndar upp um sig í dag og sagði að ofurhugarnir væru ekkert að spá í hvort nokkur sæi þá og skiptu bara um föt úti á víðavangi. Núna er komin útskýring á þessari mótorhjóladellu hjá Grumpenhofen.....En ég er að spá í að slást í för með henni og mæta í rósótta kjólnum, með köflóttan dúk, sólhlíf og kannski blævang. Það hlýtur að vera enn til einn föngulegur, sterkbyggður, einhleypur karlmaður á Íslandi sem fellur fyrir augndepli og kvenlegum hlátri....Kannski finnur maður hann í moldarhaug uppi í sveit....Það er aldrei að vita...Maður á aldrei að segja aldrei er það ekki málið!