Forskaren

Friday, May 11, 2007

Eastern - Eurovision Song Contest 2008




Jæja, enn eitt Eurovision kvöldið á enda runnið og enn einu sinni erum við Íslendingar skildir eftir með sárt ennið og með spurningar á vörunum eins og: Hvað gerðist eiginlega? Og af hverju komumst við ekki áfram, eins og lagið okkar var flott?

Svörin við þessum spurningum eru nú reyndar ansi einföld eins og staðan er í dag. Við, eins og aðrar Vestur Evrópuþjóðir eigum bara orðið engan séns á móti þessu Eurovision óðu einstaklingum í gömlu austurtjalds löndunum...... það eru allir trylltir að senda sms fyrir gamla heimalandið sitt. :)

Mér finnst ekki að þetta eigi að vera svona, vegna þess að litlar þjóðir eins og ísland, Malta, Danmörk ofl. eiga aldrei eftir að komast upp úr undankeppninni, og fá þar með aldrei einu sinni tækifæri til að reyna að sigra keppnina.

Þarna voru reyndar nokkur skemmtileg lög frá austur Evrópu, en mörg alveg skelfileg svo vægt sé til orða tekið. Mér fannst okkar lag reyndar rosalega flott og Eiríkur Hauksson rúllaði þessu upp. En það skiptir engu máli hvernig lag við komum með, það er engin einu sinni að fylgjast með Íslandi í þessari keppni....það er að segja austur Evrópuþjóðirnar.

Annars ætla ég nú ekki að halda því fram að allar Vestur Evrópuþjóðirnar hafi komið með framúrskarandi lög....sbr. Danmörk og Sviss til dæmis, en svo er náttúrulega bara gaman að horfa á þessa keppni, hneykslast á söngnum, búningunum, fólkinu, stigagjöfinni og öllu sem manni dettur í hug. Ég var líka mjög stolt af sjálfri mér vegna þess að mér tókst að láta Tensai San horfa á alla keppnina með mér! Geri aðrir betur! :)

2 Comments:

  • At May 12, 2007 , Anonymous Anonymous said...

    Mér finnst að við ættum bara að senda Eirík í sænska spjallþáttinn um keppnina, leggja meira í músíktilraunir og uppbyggingu á íslenskri tónlist. Sumir flytjernur sem komust áfram þennan umganginn syngja verr en Monopoly - það á bara ekki að vera hægt.

     
  • At May 15, 2007 , Anonymous Anonymous said...

    Hæ gaman að sjá nýjar færslur. það virðast allir (nema Kiddi rokk) vera eitthvað latir að blogga um þessar mundir. Já, þetta Eurovision. Mér finnst ennþá gaman að fyægjast með þessu. Málið er að austur evrópuþjóðir eru orðanar helmingi fleiri en vesturevrópuþjóðir og þær eiga harm að hefna. Hvernig stóð á því að Grikkland og Malta engu aldrei nein stig þegar þeir komu með hjartnæmar, titrandi átakanlegar ballöður í denn. Jú, enginn skildi þesssa músík. Nú er búið að heilaþvo okkur svo að við erum allt í einu farin að digga þetta sem sást best á verðlaunalaginu í ár. Sem mér finnst alveg áægtt þótt ég hefði ekki kosið það.

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home