Forskaren

Wednesday, May 23, 2007

Frabær markaður







Markaðurinn á Eyrarbakka var alveg frábær hreint út sagt. Við vorum með nokkra kettlinga í búri á borðinu okkar vegna þess að við þurftum að losna við litlu krílin. Þetta sló svo rækilega í gegn að foreldrar barnanna á Eyrarbakka og gott ef ekki Stokkseyri líka voru rifnir upp úr rúmum, frá garðyrkju, messustörfum, göngutúrum og guð má vita hverju öðru til að fara niður á markað og sjá litlu kisukrílin sem voru svo krúttlegir. Enda losnuðum við við 4 kettlinga af 5. Frábær árangur verð ég að segja. Mamma seldi líka fullt af handverki og svo fór náttúrulega alltaf smádótið sem kostaði 100 kall.
Ég og mamma fórum síðan á tónleika sem haldnir voru á Stokkseyri. Þar voru stelpur frá tónlistaskólanum á Akranesi sem spiluðu allar á fiðlur, sungu og fóru með ljóð. Þetta var frábært hreint út sagt og bæði ég og mamma felldum tár yfir sumum lögunum, þau voru svo falleg.
Annars vona ég að allir eigi góðan dag í dag!
P.S. Viljiði láta mig vita ef þið sjáið ekki myndirnar sem ég setti inn. Ég er nefnilega að vinna á Makka og hann birtir ekki alltaf myndirnar sem ég set á netið. :)

2 Comments:

  • At May 23, 2007 , Anonymous Anonymous said...

    Greinilega nóg að gera hjá Forska í menningarlífinu. Verst að missa af þessu öllu, en maður getur ekki verið alls staðar

     
  • At May 24, 2007 , Anonymous Anonymous said...

    Já, þetta var skemmtileg helgi á ströndinni og forskaren fékk innsýn inn í þorparaskap kevnnfélagskvenna sem stunda markaðssölu með grimmdina eina að vopni.

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home