Forskaren

Friday, August 18, 2006

Komin aftur

Jæja, langt síðan ég settist hérna og hripaði niður nokkrar línur. Núna hefur margt gerst síðan seinast. HM í fótbolta er fyrir löngu búið og allir búnir að gleyma atvikinu þegar Zidane hljóp af velli með egóið í ræsinu. Núna eru allir og þá meina ég ALLIR að tala um Supernova þáttinn sem ég, Tensai San, Grumpa, Monopoly (og örugglega mini Monopoly) ásamt öllum hinum erum dottin ofan í. Núna eru miðvikudagskvöld heilög sjónvarpskvöld þar sem fylgst er með þættinum af nánast trúarlegum áhuga. Magni er að komast ansi langt og svei mér þá hvort hann sé ekki orðin svolítið stressaður greyið. Hann ætlaði sér aldrei að komast svona langt held ég. Þó að ég sé viss um að hann á ekki eftir að vinna þetta, þá á hann eftir að komast ansi langt, enda allir sammála um að hann er hörku góður söngvari. En annars er ég á leiðinni í próf núna eftir nokkra klukkutíma og sit bara hérna fyrir framan tölvuna og fæ ekki einu einustu hugmynd upp í hausinn á mér, og þaðan af síður dettur mér í hug að reyna að rifja upp allt sem ég las í gær. Er að spá í að fara bara aftur niður í kaffistofu, fá mér kaffi og halda áfram að lesa um Simone de Beauvoir sem mig langar mikið til að kynna mér betur.
Annars verð ég nú að deila einu atviki með ykkur, en þannig er mál með vexti að ég var á leiðinni í ræktina eftir próflestur mikinn á miðvikudagseftirmiðdeginu. ég var að keyra upp fossvogsveginn öskjuhlíðar megin og framhjá bensínstöðinni sem hefur verið þar í hlíðinni í mörg ár. Haldiði ekki að ég sjái fyrrverandi sem laug öllum sköpuðum hlutum (skóstærð, hárlit, nafni, augnlit ofl.). En ekki nóg með það heldur var hann labbandi með poka í hendinni, alveg eins og einhver öskukarl sem engin vildi keyra heim. Hann hefur kannski líka verið að ljúga því að hann ætti bíl.....Eða kannski var að hann á leiðini upp í Öskjuhlíð að kaupa sér vafasama þjónustu....Hver veit. Hann var líka ófríðari en mig minnti, en kannski hefur hann verið með grímu á meðan ég hljóp með honum á ströndinni forðum daga. Allavega, það er alltaf gott að sjá sinn fyrrverandi lúser í ljótum fötum og með druslulegan poka í hendinni að labba upp Öskuhlíðina....