Brunch
Komin úr Brunch sem var barasta fínn þennan morguninn. Við vorum reyndar bara þrjár í morgun en ekkert verra fyrir það. Tensai San var hins vegar ekki sátt við morgunmatinn sinn en hún keypti sér Brunch special og eggin voru fúl og kjúklingurinn í kjúklingabökunni var harður....hún er ekki enn búin að jafna sig held ég... Annars vorum við að ræða kellingarferðina góðu sem fara á í á næsta ári, Og okkur sýnist valið vera á milli Rómar og Prag núna. Sumum langar til Rómar og sumum langar til Prag. Þetta endar kannski bara með atkvæðagreiðslu svei mér þá. Annars er beðið með óþreyju eftir erfingjanum hennar Kokksa en eins og allir bloggarar vita að þá fór Kokksii og setti eina í ofninn í haust og er að uppskera hinn fínasta prins í staðin. Hún sefur bara og sefur og starir á bumbuna daglangt og bíður eftir að eitthvað gerist. En það verður tilkynnt hátíðlega um leið og erfinginn er komin í heiminn.
Annars er Forski núna farin að mála og ditta að í nýju heimkynnunum og ætlar að koma sér vel fyrir niðri í kjallara hjá Tensai San næsta árið eða svo. Er maður þá ekki orðin ekta piparjónka í Vesturbænum og í kjallara í þokkabót? Annars held ég að single life hafi aldrei verið ljúfara. Hvað er betra stelpur en að vera frjáls eins og fuglinn og geta gert allt og þá meina ég allt sem manni lystir og langar til. Yndislegt líf!!!
Annars er Forski núna farin að mála og ditta að í nýju heimkynnunum og ætlar að koma sér vel fyrir niðri í kjallara hjá Tensai San næsta árið eða svo. Er maður þá ekki orðin ekta piparjónka í Vesturbænum og í kjallara í þokkabót? Annars held ég að single life hafi aldrei verið ljúfara. Hvað er betra stelpur en að vera frjáls eins og fuglinn og geta gert allt og þá meina ég allt sem manni lystir og langar til. Yndislegt líf!!!
5 Comments:
At June 05, 2006 ,
Anonymous said...
Mini Monopoly svaf til að verða ellefu í gær, svo næst þegar að það verður brunch þá verður Monopoly að stilla vekjaraklukku, það er ekki lengur hægt að stóla á að barnið vakni.
At June 05, 2006 ,
Anonymous said...
Skrapp í sveitina um helgina og missti af brönsinum góða. Er nú komin aftur í borgina og á leiðinni á kaffihús:)
Hvað varðar single life þá get ég ekki verið meira sammála Forska. Það að geta gert ALLT sem mann langar til þegar mann langar til og eytt öllum sínum tíma og peningum í sjálfan sig eða það sem manni dettur í hug að gera, í það og það skiptið er ómetamlegt.
At June 08, 2006 ,
Anonymous said...
Interesting website with a lot of resources and detailed explanations.
»
At July 19, 2006 ,
Anonymous said...
Your site is on top of my favourites - Great work I like it.
»
At July 22, 2006 ,
Anonymous said...
Greets to the webmaster of this wonderful site! Keep up the good work. Thanks.
»
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home