Forskaren

Thursday, March 24, 2005

Kvikmyndir og annað skemmtilegt

Jæja, ég verð bara að senda þessa spurningu út í tóman tölvuheiminn. Sko, nú þar sem Forskaren er á fullu í menningar rannsóknum þessa dagana, þá stenst ég ekki mátið og spyr því: Hvaða hlutverki gegnir kvikmyndin eiginlega? Hefur hún eitthvert listrænt gildi eða er hún bara að þjóna sinni eigin hugmyndafræði? Er kvikmyndin nauðsynleg og er það rétt að þörfin fyrir þetta fyrirbæri myndi hverfa ef það mundi vera tekið af markaðinum? Er kvikmyndin bara úthugsuð markaðssetning eða hefur hún virkilega eitthvað fram að færa?
Og svariði nú! Er þetta fyrirbæri ekki merkilegt? Haldiði að Charlie Chaplin hafi getað ímyndað sér þessa þróun? Hann sem gat ekki einu sinni trúað því að bíll kæmist á 60 kílómetra hraða!!
Kvikmyndastjörnur dagsins í dag hafa tekið við trúnni á Vesturlöndum. Í staðin fyrir að dreyma guðlega engla eða biðja til guðs um eitthvað, þá er Orlando Bloom og Keanu Reeves komnir í staðin (nefni engin nöfn...). Hversu margir hugsa ekki sem svo: Bara ef ég væri rík og fræg (nefni engin nöfn...), þá gæti ég allt. Bara ef ég liti út eins og J.LO, þá gæti ég sko náð mér í Ben Affleck (hver vill það svosem, ég bara spyr?) Hvernig var þetta í Grikklandi til forna? Þá fór Evrípídes út í skóg og bað skáldargyðjuna/veiðigyðjuna Artimes um innblástur (þangað til hann var étin sjálfur af villidýrum reyndar, aumingja kallinn), og hvernig var Hómer? Var hann ekki útnefndur the celebrity of the millenium (og þá meina ég 1000 f.kr. - 0.) Allt var miðað við hann, greys kallinn sem var hálfblindur og vissi ekki hvað sneri Norður og hvað Suður á landakortinu og var ábyggilega fullur mestallan tímann. En er það bara ekki það sama sem gildir með suma Hollywood leikarana í dag? Vita ekki hvar Kanada er og alltaf dópaðir eða fullir. Guðirnir til forna voru miklu skemmtilegri heldur en þessi hlunkur sem miðaldarprestarnir bjuggu til. Grísku guðirnir voru með rosalega góðan húmor og gerðu allt sem þau vildu því að það var aldrei nein afleiðing af gerðum þeirra. það var ekki fyrr en allir hættu að trúa á þau að þau dóu og hurfu loksins. En er það ekki að gerast með guð núna? En á meðan allir trúa á kvikmyndina og leikarana og fræga fólkið, þá lifa þau góðu lífi í Beverly Hills hæðunum, sem má kalla hið nýja ,,himnaríki". Það er allavega ansi hátt uppi..
Horfin aftur á mið menningarrannsókna...framhald seinna.

18 Comments:

  • At March 24, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Kvikmyndaheimurinn og þar með talinn ýmind frægu skemmtikraftanna er feik. Engin getur verið J.Lo 24 hours, hún fær graftabólur og fer á klóið eins og allt mennskt fólk þannig að þar liggur munurinn á guðum og frægu fólki í dag. Fólk er bara fólk, en guðir og gyðjur eru himnesk fyrirbæri. Kvikmyndir eru ekki nauðsynlegar en skemmtilegar og sérstaklega skemmtilegar ef einhver sætur er í þeim!! Svar mitt er því þetta, Guð (eða Guðir og Gyðjur)er gleymd/ur í bili, því við erum að upplifa eigin ofur-getu til að lifa lífinu sem supercool fólk sem lifir alveg supercool lífi í svo supercool heimi þar sem hraðinn (skil ekki alveg þessa áráttu með að allt þurfi að ganga hratt) og þægindin eru orðin svo mikil að einn daginn á einhver eftir að vera sá fyrsti til að bókstaflega drepast úr leti. Guðir og Gyðjur koma aftur, veit ekki hvenær, en einhverntíman, því þegar maðurinn fer á hausinn þá er hvergi annað að sækja athvarfs. ( Nema kannski hjá öpunum en ég efast um að þeir fyrirgefi okkur)

     
  • At March 24, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Það var einu sinni maður í Grikklandi sem vildi láta taka eftir sér því að hann var svo lélegt skáld að hann henti sér ofan í Etnu, en svo var líka annar maður sem varð frægur fyrir það að deyja hreinlega úr hlátri. En, ég held ekki að J.Lo fari á klóið, hún borgar öðrum fyrir að gera það fyrir sig.

     
  • At March 25, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Fór grey kallinn þá útlítandi eins og trúður í kistuna??

     
  • At March 25, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Kvikmynd eru bara trúarbrögð og best að banna þetta. Fólk gæti farið að nota ímyndunaraflið aftur og segja þjóðsögur eins og í gamla daga...hhha!

     
  • At March 26, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Hvað segir Tensai San um þetta eiginlega? No comments?

     
  • At March 26, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Ójú. Ég hef sko margt til málanna að leggja. Er búin að sitja svo dögum skiptir við tölvuna að skrifa 30 siðna ritgerð um málið.
    Kvikmyndir eru algerlega nauðsynlegar og það er ekkert minna en fáránlegt að trúa því að mannkynið geti lifað án kvikmynda, ég meina eruð þið eitthvað klikkuð? Og hvaða bull er þetta að kvikmyndir séu himnaríki og helvíti og leikararnir guðir og gyðjur. Döööhh... Þetta er sko allt leikið, allt í plati! Ég get lánað ykkur nokkur Empire ef þið trúið mér ekki eða við getum sest niður í róleg heitum og horft á eina "making of..." Og Auðvitað á að dýrka kvikmyndafólkið, þau gefa okkur það allra allra besta, upplýsingar um lífið og geimverur og álfa og allt annað sem við og börnin okkar þurfum að læra. Það væri jafnvel hægt að kvikmynda nokkrar þjóðsögur handa Monopoly og allt um ullargerð fyrir Móður Jörð og fræðsluþátt um hvernig skal vera latur án þess að drepast (Tensai kann það nefnilega).
    Ég birti restina af ritgerðinni síðar... kannski ég kvikmyndi hana bara og fái Jhonny Depp og Angelinu Jolie til að vera með.

     
  • At March 27, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Heyrði útí bæ að froskarinn væri með aðdáunar altari á leynilegum stað og ekkert nema myndir og skúlptúrar af Jhonny Depp. Ja hérna hér! Svo að Forskaren er bara þykjast þegar hún segist ekki fíla Deppinn. Ætli hún sé ekki formaður í fanklúbbi Jhonny boy og klæði sig þá í Jhonny Depp mynda náttfötin sín... Híhíhí...

     
  • At March 27, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Hér hefur greinilega orðið einhver trúnaðarbrestur á milli sumra. Tensai san, ég sagði þér þetta í TRÚNAÐI! Sveiattan...Þú lofaðir að segja ekki frá...

     
  • At March 27, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Johnny ekki Jhonny.......svo er Keanu Reeves líka gott fyrir augað!!! Kvikmyndir með svona myndalegum mönnum eru samt ekki nauðsynlegar....heldur skemmtilegar. Reyndar svolítil pína að vita af svona fögrum körlum hlaupandi um frjálsir einhversstaðar útí heimi og ég næ ekki í þá!!!

     
  • At March 30, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Vil taka fram eftir áhorf einnar herfilegustu mynd allra tíma að þegar um kvikmyndir er að ræða þá er óskandi að þær gerist á eðlilegum hraða!!! Datt í ólukkupottin um páskana og setti 2001 Space Odissey í tækið og ætlaði að sjá eitthvað menningarlegt en það eina sem Stanley Kubrick sannaði og sýndi var þvílíkt ofurmagn af dópi þetta gerpi hefur tekið!!! Á bara ekki til orð yfir þessari viðbjóðslega leiðinlegu mynd!!!

     
  • At March 30, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Kvikmyndir eru hreinlega nauðsynlegar fyrir heilann til að slappa af, í þessum hraða og fullkomnunaráráttulega heimi. Hvað er betra en að setjast niður með barni og hverfa inn í heima Bangismon, Bamba og svo ég tali ekki um Stubbana? Eða liggja upp í sófa á síðkvöldi og horfa á Star Wars eða Indiana Jones eða aðrar svipaðar þjóðsögur sem efla andann og ímyndunaraflið?

     
  • At March 30, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Kvikmyndir eru bara prump sem enginn hefur nokkurt gagn af og fæstir eitthvað gaman. Það virðist alla vega vera þannig að mest af því sem framleitt er, er eitthvað helvítis heilalaust sorp. Kvikmyndir er til að plokka peninga af unglingum og fólki sem getur ekki fundið sér neitt uppbyggilegt að gera með tímann. Og þessar blessuðu kvikmyndastjörnur eru upp til hópa hallæristýpur sem hafa ekkert að segja og eru bara útlitið með engu innihaldi (með örfáum undantekningum). En af tvennu illu eru kvikmyndir skárri en tölvuleikir. Hversu heilalaus þarftu að vera til að nenna að sitja fyrir framan skjá og ýta á takka eða hreyfa einhverja stöng tímunum saman bara til að drepa einhver cyber-ómenni? Get a life!!!

     
  • At March 30, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Kvikmyndir eru bara prump sem enginn hefur nokkurt gagn af og fæstir eitthvað gaman. Það virðist alla vega vera þannig að mest af því sem framleitt er, er eitthvað helvítis heilalaust sorp. Kvikmyndir er til að plokka peninga af unglingum og fólki sem getur ekki fundið sér neitt uppbyggilegt að gera með tímann. Og þessar blessuðu kvikmyndastjörnur eru upp til hópa hallæristýpur sem hafa ekkert að segja og eru bara útlitið með engu innihaldi (með örfáum undantekningum). En af tvennu illu eru kvikmyndir skárri en tölvuleikir. Hversu heilalaus þarftu að vera til að nenna að sitja fyrir framan skjá og ýta á takka eða hreyfa einhverja stöng tímunum saman bara til að drepa einhver cyber-ómenni? Get a life!!!

     
  • At March 31, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Spurt er: Hver er munurinn á kvikmyndum og húslestri til sveita? Hver er í rauninni munurinn að sitja og horfa á Rambó eða liggja í fletinu sínu og hlusta á upplestur úr Grettissögu.

     
  • At March 31, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Enginn í rauninni. Bæði er leið til hins ýmindaða hetjuheims þar sem fólk er fagurt og eða sterkt og sigrar á hinu illa.

     
  • At April 01, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Ég bíð spennt eftir að heyra tensai san mótmæla Grumpu! Hún Grumpa kemst yfirleitt upp með alltof mikið. Greinilega ekki alin upp í sveit!!!

     
  • At April 01, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Hefur ekki formið á afþreyingunni bara breyst í tímans rás? Einu sinni var algjörlega nauðsynlegt að fara til kirkju á hverjum sunnudegi til að heyra nýjasta slúðrið frá Guði og hvað er kórsöngur og villtar bænir annað en bara slæving hugans, eller hur?
    Afþreying í formi kvikmynda er bara nútímaformið á að slappa af.
    Tölvuleikir...hm, heyrðu það er nú annar handleggur og á mikið erindi í menningarfræði nútímans. Verð að kynna mér þetta á bókasafninu...

     
  • At April 05, 2005 , Anonymous Anonymous said...

    Engum nema háskólastúdent í bókmenntum myndi detta í hug að fara á bókasafnið að kynna sér tölvuleiki! Döööh... Hvernig væri að kíkja í heimsókn og taka nokkra góða spretti í alvöruleikjum?

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home