Trash Culture og fleira
Ég er að lesa mjög áhugaverða bók núna. En hún er um Ameríska sjónvarpsþætti og kvikmyndir og hvernig sömu minni og jafnvel sömu sögur koma fyrir í þessum verkum og í gömlu klassísku bókmenntunum. Þetta er mjög áhugavert og mig langar að skrifa ritgerðina mína í þessum dúr. Núna er eins gott að ég fari að sitja dag og nótt og hugsa um hvað ég ætli mér að skrifa, því að Forski er búin að ákveða að eiga sér ekkert líf á næstu önn og skrifa BAið fyrir næsta sumar. Mín kenning er sú að við sem lesendur og viðtakendur erum sífellt að reyna að nálgast raunveruleikann á einhvern hátt í gegnum þessa miðla. En við getum það aldrei því að við erum alltaf föst í táknmyndinni. Við getum aldrei komist að táknmiðinu í gegnum táknmyndina. Og þeim mun meira sem við reynum að brjótast út úr þessum höftum, þeim mun "heimskari" og "fáránlegri" verða þættirnir og sjónvarpsefnið. En þá er ég að tala um raunveruleika þættina. Við getum líka farið algjörlega í hina áttina og farið út í öfga fantasíu, bara af því að við getum það. Þá reynum við jafnvel að búa til heilan heim innan táknmyndarinnar, en þá er hætta á að verkið verði of einradda og þó að það sé auðvtiað ekkert að því, þá getur það minnt okkur á Kviður Hómers til dæmis.
Ég var í tíma í gær og skemmti mér ekkert smá vel því að við vorum einmitt að fara í póststrúktúralismann og það hvernig við erum alltaf föst í tungumálinu. Við komumst aldrei úr því. Og þegar þið lesið þetta, þá búið þið til textann og höfundinn. Bloggið mitt er til dæmis ekki til nema útaf því að þið lesið textann sem ég skrifa. Er þetta ekki brilliant?
Jæja, þarf að fara í tíma í feminískum bókmenntarannsóknum.
Lifið heil
Ég var í tíma í gær og skemmti mér ekkert smá vel því að við vorum einmitt að fara í póststrúktúralismann og það hvernig við erum alltaf föst í tungumálinu. Við komumst aldrei úr því. Og þegar þið lesið þetta, þá búið þið til textann og höfundinn. Bloggið mitt er til dæmis ekki til nema útaf því að þið lesið textann sem ég skrifa. Er þetta ekki brilliant?
Jæja, þarf að fara í tíma í feminískum bókmenntarannsóknum.
Lifið heil
4 Comments:
At November 10, 2005 ,
Anonymous said...
Who is this Joe?!
At November 10, 2005 ,
Anonymous said...
Frábærlega mælt kæri Forski. ég er viss um að Roland Barthes hefði elskað bloggheiminn eins og hann leggur sig. Auðvitað erum við föst í táknmynd. Í partýi um síðustu helgi var ég að vísu ekki föst í táknmynd heldur teiknimynd þar sem ýmsar ofurhetjur fóru á kreik t.d. töskumey hin ógurlega sem ógnaði veldi gamalkunnra hetja Superman o.fl.
At November 11, 2005 ,
Anonymous said...
Og hvar kemur kviðurinn á Hómer Simpson þessu við?!
At November 11, 2005 ,
Anonymous said...
Sammála Forska um að þetta er algjörlega brilliant. Minnir mig á tréð sem brotnaði og féll útí miðri eyðimörk en hljóðið sem myndaðist við það (brak, brstur og krass) er ekki til vegna þess að engin heyrði það eða upplifði. Amazing!
En hver er þessi Mr. Joe? Kannski flæktist hann í tungumálinu og heitir í rauninni Shillanmandoira Joeybong.
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home