Kaffiboð og konudagur

Núna eru Forski og Grumpa farnar að hittast á laun á kaffihúsum borgarinnar til að setja saman skemmtidagsrkár ársins. Fyrsti viðburður ársins verður semsagt sambland af þorrablóti og Konudegi/Valentínusardegi. Þar fer saman ættjarðarást og annars konar ást. Þar sem Forski er orðin róttækur Men are Pigs árróðursmeistari þá er best að bregða á það ráð að reyna að snúa þessari hugmynd í eitthvað jákvætt og sýna fram á hvað ástin er nú góð og öllum til bóta...Ekki væri náttúrulega verra að fá þá eitthvert fallegt ferðatöskusett og stilla því upp til sýnis eins og þegar við konurnar höfum snyrtivörukynningu heima hjá okkur. En þar sem ég er nú mikið fyrir jafnrétti, þá á maður ekki að koma með svona BkBkískar hugmyndir. Heldur bjóða hinum kyninu sem er að sjálfsögðu alltaf okkar betri helmingur, hversu hátt sem kvenremban hljómar í Forska. Þá er nú víst ekki alveg hægt að útiloka testósterónið alveg. Það væri nú lítið gaman að vera kona ef að þeir væru ekki til. Og þar eð auki þá er ég líka að spá í að gefast upp á hinu kyninu og reyna að fá Grumpu til að giftast mér. Ég er þegar farin að undirbúa bónorðið. Grumpa er tvímælalaust einn besti kokkur í Reykjavík þó víða væri leitað. Og hver sá sem hefur farið í kaffiboð til hennar, veit um hvað Forski talar! ég veit bara ekki alveg hvernig sambúðin myndi enda þar sem ég á tvær ljúfar kisur og hún á tvær heavy metal kanínur og að ógleymdri Alice auðvitað...þetta yrði hálfgert dýraglens og myndi ábyggilega enda í grimmilegum skilnaði þar sem við myndum bítast um forræðið yfir dýrunum. Og þau myndu enda hjá sálfræðingi og á Rítalíni og myndu þjást af ADD og Bsdce og Saoelsieggienselg.
Annars svo ég haldi nú áfram umfjöllun minni um hana Grumpu, þá frétti ég víst að það á að senda hana í jafnréttis námskeið í Luleå í Svíþjóð. Þar bíður hennar ábyggilega ljóshærði síðhærði draumaprinsinn sem pratar bara svenska forstås og þau muna hlaupa á móti hvort öðru í slow motion á ströndinni...Og þá vantar bara Michael Bolton og þá er þetta fullkomið.
7 Comments:
At January 29, 2006 ,
Forskaren said...
Annars var hugmyndin að hafa dannað kaffiboð til heiðusr ástinni þ. 24. febrúar eða þ. 25. febrúar. Látiði vita, þið sem hafið áhuga, hvort tími er laus :)
At January 29, 2006 ,
Anonymous said...
Líst vel á ;)
At January 30, 2006 ,
Anonymous said...
Því miður kemst ég ekki í dannaða kaffiboðið þar sem ég verð á Akureyri í brjáluðu rokkælupartýi.
At February 01, 2006 ,
Anonymous said...
Forski bað mig líka að kaupa fyrir sig sænska Cosmo þar sem er sérstök umfjöllun um sítt að aftan og herðapúða. Forski sá þetta nefnilega í ameríku þar sem allir voru svona og er því viss um að þetta sé mest inn í dag
At February 01, 2006 ,
Anonymous said...
Bíddu, hvað var Grumpa að gera Svíþjóð?
At February 02, 2006 ,
Anonymous said...
Ég er að fara að heimsækja nokkur fyrirtæki út af vinnunni sem endilega þurfa öll að vera staðsett í Svíþjóð (og ég er eiginlega ekki að nenna því). Mun leggja til við stjórnendur fyrirtækisins að þeir leiti frakar samstarfs við t.d ítölsk fyrirtæki
At February 06, 2006 ,
Anonymous said...
Æi Forski - hætta lesa svona margar fræðibækur og afgreiða svona marga í Smáralindinni, og farðu að blogga kona.
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home