Forskaren

Monday, September 26, 2005

Fýkur í laufi

Jæja, núna er haustið komið með tilheyrandi laufaþeytingum og gott ef maður er ekki með heilu greinarnar í hárinu eftir göngutúr niður í bæ svei mér þá. Annars er það að frétta úr Reykjavíkinni að Grumpenhofen hefur sloppið undan jóðlaranum ógurlega í Svartfjallalandi og komst klakklaust heim á Laugarveginn þar sem beið hennar sársvöng slanga, tvær kanínur og einn ljótur hamstur. Grumpa smyglaði fullt af ítölsku súkkulaði til landsins og heimatilbúnum gráfíkjum að auki. Svo var auðvitað blásið til kaffidrykkju og kruðeríáts á laugardagseftirmiðdeginum þar sem allir fengu ferðasöguna í æð. Grumpa þykist ekki hafa legið í sólinni í Rimini heldur hafi hún farið einhverstaðar bakdyra megin inn í borgina þar sem hún fann föngulega ítala syngja miðaldablús. en hvað með það. gott var að hitta Grumpu og haldiði ekki að frúin hafi tekið á móti forska í svuntunni einni saman og sent kaldan og hraktan forska beint út í búð til að kaupa vænan poka af rúsínum og eitt knippi af rjómaís.
Annars er nú margt og mikið framundan, svona eins og Halloween party (og Hammer er víst strax búin að panta að fá að vera Iggy Pop!!) og svo er að sjálfsögðu verið að skipuleggja Þakkargjörðarhátíð af bestu gerð á Eyrarbakka í nóvember. Og svo að endingu er að sjálfsögðu Sankta Lúcía hátíðin góða sem loksins er búið að innleiða á Íslandi (allavega á Laugarvegi 134). og tilkynnist hér með að Kokksi taki að sér Lúsíu hlutverkið í ár.
Annars hef ég nú ekki fylgst mikið með fréttum undanfarið nema að núna eru allir að verða vitlausir útaf þessu Jónínu Ben máli. Þessi kerling er ábyggilega bara að drepast úr hefnigirni út í hann Jóhannes kallinn. Hún hefur nú aldeilis séð sér gott til glóðarinnar þegar hún skildi við hann. En greys kellingin hefur ábyggilega ekki fengið nóg og orðið alveg brjál.....en hvað veit Forski svosem um íslenska pólitík. Ég veit bara að Hannes Hafsteinn var fyrsti ráðherran (mér fannst Hannes kallinn eitthvað svo heillandi þegar ég var í menntaskóla....don´t ask me why) og ég veit að Jón Sigurðsson stóð einu sinni upp á fundi og sagði með hárri raust: ,,Vér mótmælum allir". Ég ætti kannski ekki að opinbera mína pólitísku fáfræði svona opinberlega, en ég get allavega analyserað öll dagblöðin útfrá nýrýni og strúktúralisma.....

Thursday, September 15, 2005

Innrásin frá DV

Sko, hvað er að verða um heiminn eiginlega? Og Íslenska menntastofnanir? Haldiði ekki að í staðin fyrir háfleygt og traust lesefni eins og Morgunblaðið og Skírnir á kaffistofum Háskólans, er nú komið DV útum allt og þá er ég að tala um ÚT UM ALLT!! Hvergi er hægt að setjast í kaffitímanum sínum án þess að hafa fáránlegar fyrirsagnir eins og ..Kærastinn minn kyssti hund!!" Eða ,,Abducted by Aliens, for the fourt time", eða ,,Ég er bara alveg rosalega sár því að ég nenni ekki að vinna og bý í Yrsufelli og ég skil ekkert í því af hverju ég get ekki lifað kóngalífi á kerfinu, það sveik mig alveg hrottalega núna maður!!" Ef maður svo flettir blaðinu, þá skal ég lofa ykkur að þessir svokölluðu ,,Blaðamenn" eru ekki útskrifaðir úr grunnskóla hvað þá meira. Blaðið hefur örugglega hirt þetta pakk upp af Hlemmi eða kaffi Austurstræti og spurt þá hvort þeir vilji ekki bara segja sína skoðun opinberlega svona einu sinni, og að launum fái þeir meiri brennivín......
Ég var einmitt að fletta einu svona rosalega vitrænu blaði í morgun og þar var frétt um bara einhvern gaur maður sem að hljómaði eitthvað á þessa leið: Vitiði bara hvað mað´r, það var bara einhver gaur mað´r í K'opvogi mað´r sem stal mað´r sko hénna bara rissastóóórrri gröfu mað´r alveg ógðsl kúl mað´r og svo bara dúndraði gæinn mað´r bara inni í etthva tölvufyrtæki í bænum mað´r. Kíkkiði á myndirnar mað´r, blóð útm allt váaáa....mað´r. Svona hljóma þessar svokölluðu fréttir sem eru ekkert annað en ekki fréttir. Ég þoli ekki þennan soramiðil. En annars er ég bara í sólskinsskapi og er að lesa fallega sögu og hlusta á fuglana syngja fyrir utan gluggan hjá mér.

Thursday, September 08, 2005

Óskilningur

Ég skil ekkert í þessu. Ég sat hérna sveitt yfir blogginu eftir hádegi og sagði frá raunum mínum í listfræðitíma í gærmorgun. Ég seifaði meira að segja póstinn og allt saman en allt kom fyrir ekki. það er bara eins og ég hafi aldrei sest niður og ort þessi fögru orð. Ætli þau séu ekki týnd í Cyberspace forever og finnast kannski við innrás frá Mars einhvertíma í framtíðinni.
Annars er svosem ekkert að frétta...er enn uppi í hlöðu að vesenast....sem er eiginlega ekki rétt því að ég er búin að fara upp í Kringlu og dingla mér en er núna komin aftur upp í bókasafn til að lesa aðeins meira.
Hvað á annars að þýða hjá henni Grumpu að æða svona út fyrir landsteinanna án þess að láta nokkurn mann vita af ferðum sínum? Eru ekki bara stórhættulegir Serbar í Króatíu sem muna ræna henni aumingjas Grumpu og fara með hana upp til fjalla. Annars er ég ansi hrædd um að hún muni fordæma þá svo illilega og bölva svo mikið á íslensku að að þeir þora ekki öðru en að sleppa henni og lána henni ábyggilega asna til að fara til byggða á. en þar mun Grumpa kannski hitta fyrir jóðlara mikinn sem hefur aldrei farið neðar en 2000m undir sjávarmál. hann mun syngja henni lofsöngva og mansöngva marga og hún að endingu sest þar að og verður þá í alvörunni Baronessa von Grumpenhofen aus Kroatzien.

Aðferðir og listasaga

Nei heyriði, núna er mér sko allri lokið!! Hvað haldiði að Forski bókmenntafrömuður hafi lent í um daginn (nánar tiltekið í gærmorgun). Ég fór í sakleysi mínu í minn fyrsta listfræði tíma í Árnagarði og haldiði ekki að þarna innan um veggi skólastofunnar hafi safnast saman það mesta ótrúlega stórkostlegasta og skrýtnustu fyrirbrigði sem ég hef nokkur tíma augum litið. Ég hélt að bókmenntafræðinemar væru nú ansi ofarlega í nördaskap og öðrum órökuðum ófögnuði. EN nei, sko sannarlega ekki. Ég er búin að uppgötva Íslandsmeistarana í almennum nördaskap og rugli. Listfræðinemar. sko, fólk var óklippt, órakað, óbaðað, óklætt, ótalandi, óalandi og bara óálítandi. Guð minn almáttugur. Ég í mínum svörtu plebbum í alltof stuttum skóm og buxum, þá leið mér eins og Tyra Banks í Victoria´s Secret bæklingi svei mér þá. Þá held ég mér nú frekar við mína fögru bókmenntalistir og látiðið ekki Tensai San plata ykkur neitt. Hún hefur bara ekki tekið námskeiðið ,,How to read a boring Swedish book with denial and pleasure."

Tuesday, September 06, 2005

Blind date og fleira skemmtilegt

Jæja, haldiði ekki að ég og minn íðilfagri foli hafi komið Kokksa á blint stefnumót núna seinustu helgi. Og viti menn?! Það var eiginlega ekki hægt að draga upp verri lúða en þann sem mætti á svæðið. Sko, í fyrsta lagi var hann algerlega ógreiddur, og þá er ég ekki að tala um ,,sexy just out of bed hair" eða ,,just came from the shower and I am too sexy for my hairbrush" hárgreiðslu ..... ó nei, það var sko ekkert í þá áttina. Heldur var hárið á honum strítt og útum allar áttir. Það benti bæði í suður og austur og gott ef það var ekki Norðvestan átt í hárinu á honum líka. Hann var líka klæddur í vængjapeysu sem var í tísku árið 1983 og ég er alveg viss um að peysan var ekki deginum yngri en 22ja ára. Hann sat síðan hokin í baki allan tímann og hafði ekkert að segja. Manngreyið skildi svo ekkert í íslenska aulahúmornum sem var viðhafður við borðið. Það skondnasta við þetta var að manngreyið hélt því fram að hann væri hinn mesti womaniser og færi létt með að ná sér í hvaða dömu sem er..... Kokksi hljóp öskrandi í burtu og núna er Kokksa shaped hole á veggnum á Oliver. Minn íðilfagri gullinhærði ástarguð er semsagt hér með leystur frá störfum sem hjónabandsráðgjafi og stefnumótafrömuður.
Annars er Forski aftur farin að forska og það af mikilli ástríðu. Núna þýðir ekkert annað en að borast ofan í bókmenntafræði kenningar og rýna í texta með fagmannlegu yfirliti. Núna þýðir sko ekkert elsku amma og að hafa einhverja samúð með Pollíönu eða Önnu Frank. Núna verður allt greint í tætlur með nútímalegri nýrýni sem ég er að hugsa um að hanna alveg útfrá sjálfri mér. En það er að greina textan útfrá maskúlínískum klínískum og pólitískum aðferðum og skeyta hvorki um lesgildi né fagurfræðilegt umhverfismat. Eitthvað í þá áttina. Ég fæ þetta örugglega birt í Skírni í vor eins og Móðir jörð verður svo fræg fyrir. Annars frétti ég frá henni í dag að hún er að setja saman útvarpsþátt þar sem hún ætlar að segja selasögur á milli þess sem hún ætlar að baula (eða jarma) eins og selur og líkja eftir dýrinu í háttum öllum. Það verður ansi fróðlegt að heyra þann útvarpsþátt á sunnudagsmorgnum.
Jæja, best að halda áfram að lesa um uppreisnina gegn bókmenntafræðikenningunum á 20. öld. Þetta er æsispennandi lesning. Mig langar svo að vita hvort uppreisnin tekst eða ekki.