Fýkur í laufi
Jæja, núna er haustið komið með tilheyrandi laufaþeytingum og gott ef maður er ekki með heilu greinarnar í hárinu eftir göngutúr niður í bæ svei mér þá. Annars er það að frétta úr Reykjavíkinni að Grumpenhofen hefur sloppið undan jóðlaranum ógurlega í Svartfjallalandi og komst klakklaust heim á Laugarveginn þar sem beið hennar sársvöng slanga, tvær kanínur og einn ljótur hamstur. Grumpa smyglaði fullt af ítölsku súkkulaði til landsins og heimatilbúnum gráfíkjum að auki. Svo var auðvitað blásið til kaffidrykkju og kruðeríáts á laugardagseftirmiðdeginum þar sem allir fengu ferðasöguna í æð. Grumpa þykist ekki hafa legið í sólinni í Rimini heldur hafi hún farið einhverstaðar bakdyra megin inn í borgina þar sem hún fann föngulega ítala syngja miðaldablús. en hvað með það. gott var að hitta Grumpu og haldiði ekki að frúin hafi tekið á móti forska í svuntunni einni saman og sent kaldan og hraktan forska beint út í búð til að kaupa vænan poka af rúsínum og eitt knippi af rjómaís.
Annars er nú margt og mikið framundan, svona eins og Halloween party (og Hammer er víst strax búin að panta að fá að vera Iggy Pop!!) og svo er að sjálfsögðu verið að skipuleggja Þakkargjörðarhátíð af bestu gerð á Eyrarbakka í nóvember. Og svo að endingu er að sjálfsögðu Sankta Lúcía hátíðin góða sem loksins er búið að innleiða á Íslandi (allavega á Laugarvegi 134). og tilkynnist hér með að Kokksi taki að sér Lúsíu hlutverkið í ár.
Annars hef ég nú ekki fylgst mikið með fréttum undanfarið nema að núna eru allir að verða vitlausir útaf þessu Jónínu Ben máli. Þessi kerling er ábyggilega bara að drepast úr hefnigirni út í hann Jóhannes kallinn. Hún hefur nú aldeilis séð sér gott til glóðarinnar þegar hún skildi við hann. En greys kellingin hefur ábyggilega ekki fengið nóg og orðið alveg brjál.....en hvað veit Forski svosem um íslenska pólitík. Ég veit bara að Hannes Hafsteinn var fyrsti ráðherran (mér fannst Hannes kallinn eitthvað svo heillandi þegar ég var í menntaskóla....don´t ask me why) og ég veit að Jón Sigurðsson stóð einu sinni upp á fundi og sagði með hárri raust: ,,Vér mótmælum allir". Ég ætti kannski ekki að opinbera mína pólitísku fáfræði svona opinberlega, en ég get allavega analyserað öll dagblöðin útfrá nýrýni og strúktúralisma.....
Annars er nú margt og mikið framundan, svona eins og Halloween party (og Hammer er víst strax búin að panta að fá að vera Iggy Pop!!) og svo er að sjálfsögðu verið að skipuleggja Þakkargjörðarhátíð af bestu gerð á Eyrarbakka í nóvember. Og svo að endingu er að sjálfsögðu Sankta Lúcía hátíðin góða sem loksins er búið að innleiða á Íslandi (allavega á Laugarvegi 134). og tilkynnist hér með að Kokksi taki að sér Lúsíu hlutverkið í ár.
Annars hef ég nú ekki fylgst mikið með fréttum undanfarið nema að núna eru allir að verða vitlausir útaf þessu Jónínu Ben máli. Þessi kerling er ábyggilega bara að drepast úr hefnigirni út í hann Jóhannes kallinn. Hún hefur nú aldeilis séð sér gott til glóðarinnar þegar hún skildi við hann. En greys kellingin hefur ábyggilega ekki fengið nóg og orðið alveg brjál.....en hvað veit Forski svosem um íslenska pólitík. Ég veit bara að Hannes Hafsteinn var fyrsti ráðherran (mér fannst Hannes kallinn eitthvað svo heillandi þegar ég var í menntaskóla....don´t ask me why) og ég veit að Jón Sigurðsson stóð einu sinni upp á fundi og sagði með hárri raust: ,,Vér mótmælum allir". Ég ætti kannski ekki að opinbera mína pólitísku fáfræði svona opinberlega, en ég get allavega analyserað öll dagblöðin útfrá nýrýni og strúktúralisma.....