Forskaren

Sunday, October 30, 2005

Sunnudagsmorgunn

Heyrðu, þetta þýðir víst lítið. Ég fékk einn atómbrandara frá Tensai á Tólf tímum! Hvar voru allir bloggararnir?? Annars sá ég frábæra mynd í gærkvöldi sem heitir The Aviator. Alveg meiriháttar mynd hreint út sagt. hann Leonardo er alveg svakalega góður leikari og næst þegar ég er í Hollywood að ganga og mæti kannski honum, þá ætla ég að taka í hendina á honum. Það er heldur aldrei að vita að maður fari með nokkrar góðar línur úr Hómer eða Shakespeare. Annars hafiði heyrt nýjasta slúðrið? Það eru fræðimenn (Forskarar eins og ég) sem hafa fundið það út eftir fimm ára innilokun á bókasafninu að Shakespeare var ekki Shakespeare heldur þessi karl úti í bæ sem var embættismaður. hann ferðaðist útum allan heim og skrifaði pólitísk leikrit. hann þurfti bara að falsa nafnið sitt svo að hann yrði ekki brenndur á báli og síðan hálshöggvin eins og þeir gerðu hérna í den. Finnst ykkur þetta ekki brilliant?! Mér finnst þetta sko vera slúður í lagi. Annars er ég að bíða eftir Tensai San því að hún ætlar að koma við í bakaríinu á leiðinni úr næturvakt og ná í bakkelse með kaffinu. Hvað er betra en það á sunnudagsmorgni?

Saturday, October 29, 2005

Komin i bæinn

Búin að hlaupa ein á ströndinni í hvíta flaksandi kjólnum og gráta ástina einu. Forska varð reyndar svolítið kalt á þessum hlaupum. En það var mjög fínt að sitja á ströndinni og lesa fræðibækurnar mínar með bestu list. Það var mjög skemmtilegt, svona þangað til að vindkviða reif af mér bókina og ég eyddi restini að deginum í að týna pappírinn upp úr fjörunni og týna þangið og krabbanna af bókarkápunni og úr hárinu á mér. en ekki halda samt að sveitin sé eitthvað hættuleg. Það er af og frá. Hún hreinsar huga og sál og hún hreinsar mann líka af ástinni. hann er farin til Ameríku aftur og kemur aldrei aftur til mín. Æi, ég er nú ansi leið yfir þessu öllu saman. hélt virkilega að ég væri núna búin að finna minn prins. En allavega, veröldini hættir víst ekki að snúast þó að forski fari í fýlu. Það þýðir víst ekkert annað en að sættast við örlögin og halda áfram að lesa bækur í bókhlöðunni. hvað er hægt að gera annað?
Segiði mér brandara og komið mér í gott skap :) Ég treysti á ykkur bloggara.

Monday, October 24, 2005

Poststrukturalismi

Jæja, þá er ég farin út úr bænum að hlaða batteríin. Ég ætla að lesa um póststrúktúralisma og ég ætla að lesa um marxíska bókmenntagreiningu og ég ætla að skrifa fulltum fulltum af glósum. Svo ætla ég líka að sitja heilu og hálfu dagana og horfa út á hafið og hugsa. Pæliði í því. þegar ég sit á ströndinni á Eyrarbakka og horfi beint fram fyrir mig. þá er antartika í beinni sjónlínu. How crazy is that?
Hverjum datt í hug að maður mundi enda við sjóinn á Eyrarbakka í október 2005? Skrítið þetta líf. Til hamingju annars með útskriftina Móðir Jörð! Ég vona samt að hún hafi skipt um skoðun á seinustu stundu og farið frekar í fjólubláa kjólinn sinn.
Heyrst hefur að Tensai San hafi ætt niður í bæ í morgun með fléttur í hárinu og í rauðu frá toppi til táar, vopnuð gjallahorni þar sem hún gargaði útum allan bæ að konur ættu nú að drífa sig ofan í bæ og vera með læti af ýmsu tagi. Ætli DV nái myndum af kellu? Það er aldrei að vita. Annars á víst að fjölmenna á leikritið ég er mín eigin kona núna seinni partinn í nóvember. það er nú aldrei að vita að maður nái kannski Grumpu frá slúðurblöðunum og komi henni á svona eins og eina menningarlega leiksýningu. Það er aldrei að vita svei mér þá. Látiði vita ef ykkur langar að koma með og komið með hugmyndir með dag eða kvöld.
Sjáumst þegar ég er búin að vera á heilsuhæli Eyrarbakka.

Thursday, October 20, 2005

Formalismi eða strukturalismi?

Núna er verkefnavika í skólanum og þá situr Forski skælbrosandi yfir fræðunum og nýtur sín vel. Núna er ég til dæmis að skrifa ritgerð um Formalisma og þróun bókmennta útfrá Shklovskíj og Tynjanov. Mjög áhugavert og skemmtileg. Núna get ég til dæmis alveg greint bloggið hennar Grumpu útfrá Formalisma. Eða kannski strúktúralisma. Annars er ég viss um að Grumpa verður sofnuð af leiðindum áður en hún kemst hingað í lestrinum á þessum ágæta pistli. Svona er maður nú orðin klár í boringismanum. Kannski ég verði ráðin á Alþingi eftir útskrift. Annars er Forski nú enn að spekúlera hvort hún eigi að láta sjá sig í Halloween partíinu góða. það er náttúrulega aldrei að vita nema maður nái sér bara í góðan grímubúning og sleppi þannig undan gríni og glensi í minn garð. En þar sem maður er nú komin með þetta fína repp í bænum að þá verður maður víst að fara að passa sig. Núna er ekki bara hætta á að Grumpa kjafti öllum leyndarmálunum (sem ég sagði henni í trúnó nota bene), heldur núna geta papparassarnir verið á eftir manni hvert sem ég fer. Þeir eru til dæmis úti í runna og klifrandi upp í gluggana í tíma og ótíma og ég er viss um að ég sá einn undir borðinu mínu í Þjóðarbókhlöðunni í gær.
Annars er ekkert að frétta af hinu bloggliðinu nema Það náttúrulega að Kokksi gerði víst alvöru úr því að setja köku í ofninn og bíður nú spennt fram í maí á næsta ári. Annars er þetta ábyggilega engin ný frétt því að ég held svei mér þá að hún hafi sett heilsíðu tilkynningu í DV og MBL og í Gluggann á Selfossi að sjálfsögðu. annars er það nú fleira að frétta úr sveitinni að Móðir Jörð er að útskrifast úr kartöflufræðum núna um helgina og verður spennandi að vita hvað kemur útúr því. Ekki meira að frétta í bili.

Wednesday, October 12, 2005

Bolti i glasi glasi

Jæja, núna er nóg komið af afglöpum Forska. Núna ætlar Forski að fara á námskeið þar sem manni er kennt að drekka rauðvín á prúðan og yfirvegaðan hátt og hvernig á að halda munninum á sér saman í vinahópnum ef maður hleypur á eftir mannskepnunni í lífi sínu og rífur pínulítið í skyrtukragan. Hvernig datt mér eiginilega í hug að blaðra í alla hvað ég gerði??? Núna hef ég heyrt að karlrembur Íslands hlakki til að hitta mig í Halloween partýinu til að fagna ósigri Forska, sem er víst líka kölluð kvenremba frá helvíti eða eitthvað álíka. En það þýðir ekkert annað en að halda höfðinu hátt og reka nefið upp í loft og bera sig vel. Þó maður tapi nokkrum orrustum þá er nú ekki þar með sagt að maður hafi tapað Trójustríðinu...
Allavega, Forski íhugar að afboða komu sína í vinagleði þessa og sitja frekar heima fyrir framan spegilinn og æfa sig í góðri og þokkafullri framkomu sem sæmir dömu á mínum aldri.
En þar sem mitt tragíska líf virðist vera öðrum mikið skemmtiefni, þá ákvað Forski að hefna sína aðeins og ræða ítarlega það sem gerst hefur hjá öðrum í blogghópnum undanfarið, og þar sem Forski er glöggur með eindæmum þá fer sko ekkert framhjá henni....
Hún hefur til dæmis frétt að Hammer sé komin með leikhúsdellu og ætlar að plata allan hópinn (þar á meðal íslenskar karlrembur) á varför är jag en Kvinna??? sem er sýnt undir sviðinu í Þjóleikhúsinu. Að Grumpa hafi keypt sér kokteilgerðabók á stærð við símaskránna og ætli sér að prófa allar uppskriftirnar í henni fyrir jól. Núna er hún komin á blaðsíðu tíu og hefur ekki mætt í vinnu seinustu sjö virku dagana. Að Monopoly sé að reyna að selja Eimskipspartýsöguna til Dv og heimtar væna fúlgu fyrir. Fyrirsögnin gæti verið eitthvað á þá leið: Eimskip sveik mig....
Ég frétti líka að til að verjast blaðasnápum í sveitinni hafi Móðir Jörð brugðið á það ráð að henda skemmdum kartöflum í hausinn á papparössum frá Dv. Núna er ég búin að tæma fréttirnar í bili og ætla að skunda í tíma þar sem taka á fyrir marxíska bókmenntagreiningu.
LIfið heil.

Tuesday, October 04, 2005

The faceslapper

Það var þó aldrei að Forski yrði alveg brjál og lemdi sinn heittelskaða létt á kinnina og æpti á hann fúkyrðum sem sæma myndu frekar í Harlem eða Brooklyn. Jú, viti menn, haldiði ekki að ástarsambandið hafi allt farið útum þúfur (eins og það hafi ekki verið þegar farið útum þúfur, holt og hæðar....) seinustu helgi. Eftir situr Forski harðákveðin í því að hitta aldrei fyrir mann sem hlustar á Michael Bolton og helst ekki að tala við mann sem kann einu sinni ensku. Ég held að ég fari næst á deit með Færeyingi frekar sem mætir í gúmmístígvélunum með arfa í hendinni.
þetta er nú búið að vera meiri ævintýrið. Núna er ég ekki kölluð annað heima hjá mér nema the faceslapper. Og nú fæ ég öllu mínu framgengt því nú eru allir hræddir við að fá kinnhest ef ekki allt gengur eins og í sögu hjá Forska. en þar sem Forski er nú friðsæl manneskja með eindæmum þá er náttúrulega engin hætta á slíkt muni gerast. Þetta með að hlaupa hægt á ströndinni endaði eiginlega bara í sandkasti, kaffæringu og almennum slagsmálum. Þannig að nú erum við bæði í rifnum fötum, hundblaut og öll útötuð í sandi. þannig endaði strandferð sú.
Annars er útgáfupartý hjá Tensai San núna um næstu helgi og hlakka ég mikið til að mæta. það er aldrei leiðinlegt að standa með kampavínsglas í fínum skóm og spjalla eitthvað viturlegt og menningarlegt við bókmenntagúrúa og aðra merkismenn. Maður verður nú að reyna að troða sér inn í bókmenntaakademíuna svo maður fái nú kannski eitthvað af atómljóðunum útgefið eftir allan þennan lærdóm og vinnu.