Hundadagar í júlí
Já mikið rétt. Júlí er komin og veðrið er orðið vitlaust eins og venjan er. Við bíðum bara eftir Desember því þá kemur góða veðrið. Annars er allt í lukkunarstandi enn hjá Forskarnum og aldrei hefur ein manneskja brosað svona mikið á einum mánuði. Ég held að ég sé komin vel yfir kvótann fyrir árið svei mér þá. Ekki að það er ekkert á döfinni að fara neitt að hætta að brosa sko. En annars er mikið um að vera þessa helgina eins og alltaf....Núna í kvöld á að fara út að borða með kellingunum í ættinni og verður það áhugavert eins og venjulega að sjálfsögðu. Svo á loksins að bregða undir sig betri fætinum (eða höndum) og fara í fyrsta opinbera boðið hjá Tensai San og Hammer. Nú þar sem þau eru komin í kotið góða og heyrst hefur víst að þau séu búin að innrétta íbúðina sem dvd leigu. Annars verða vonandi skemmtilegir partíleikir í gangi eins og keppni um hver getur skvett mestu vatni á nágrannann fyrir neðan og hversu langt drífur kötturinn út um gluggann.
4 Comments:
At July 08, 2005 ,
Anonymous said...
Monopoly ætlar að segja upp sumrinu á Íslandi og gerast áskrifandi að vetri frá Hawai - sem er víst miklu betri en íslenskt hundaveður. Hlakka til að fara í partý til Hammers og Tensai san. Verður nokkuð eplasnafs á boðstólnum?
At July 09, 2005 ,
Anonymous said...
Jú það má eflaust grafa fram eplasnafs sem Forskaren hefur ekki klárað ennþá :-) Annars er Hammer búinn að vera á haus í allan dag að undirbúa geimið góða og ásamt því að forfæra 100 kassa er hann búinn að gera hinn besta playlista og lofa því að það verður ekkert píkupopp þar í kvöld þó eflaust ýmsir slagarar eigi eftir að fljóta með þar sem meðalaldur fer sífellt hækkandi í hópnum! En Modern Talking er á bannlista!
At July 09, 2005 ,
Anonymous said...
eins gott að Kokksi komist ekki í tölvuna góði og þurrki allt út úr henni nema Duran Duran lögin...
At July 09, 2005 ,
Anonymous said...
...alveg óvart að sjálfsögðu:)
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home