Forskaren

Friday, December 30, 2005

Gleðilegt ár!!

Og takk fyrir það gamla. Núna er ég að fara til USA á morgun og heimsækja George Bush...NOT. Ég verð nú kannski ekki svo langt frá kallnum. En ég verð í Virginia og svo í Alabama. Þar ætla ég ekki að stoppa of lengi heldur fara útum allt. ég ætla til Atlanta, Memphis og hver veit nema ég fari til Chicago? Þetta kemur allt saman í ljós og ég hugsa að ég reyni nú að skella nokkrum línum á bloggið mitt á ferðinni, svo að þyrstir bloggarar fái að vita nýjasta slúðrið.
Annars er líka ansi gaman að vita að útsölurnar eru í gangi í USA núna og guess hver ætlar að fara og nýta sér það?! Hafiði það annars rosa gott um áramótin og við sjáumst hress og kát á nýju ári.

Friday, December 23, 2005

Gleðileg Jól!

Loksins komin jól og brjálæðið alveg að verða búið. Þetta er búið að vera sérkennilegt ár svo ekki sé meira sagt. Tensai San varð þjóðhetja, Móðir Jörð útskrifaðist í kartöflurækt og íslenskri málnotkun. Grumpa fór yfir um af alheimshryggð og Hammer keypti vistaveru með Tensai. Jú og svo má náttúrulega ekki gleyma Kokksa sem lét gera alvöru úr því að setja köku í ofninn og á nú von á sér í Júní. Það er náttúrulega aldrei að vita að þetta verði ekta Þjóðhátíðarbarn og komi í heiminn á 17. En framtíðin sker úr um það. Forski hljóp á ströndinni í seinasta sinn og hefur ákveðið í framhaldi af meiriháttar vitleysu og enn meiri fásinnu að koma ekki nálægt dúdúfuglum í framtíðinni. Við vonum bara að árið 2006 verði miklu miklu betra fyrir Forska.
Gleðileg jól og Gleðilegt nýtt ár!!!

Wednesday, December 21, 2005

Kurteisisvenjur

Það er eitt sem ég er algjörlega búin að komast að í sambandi við annars þessa ágætu Íslendinga og það er að fólk kann ekki almennar kurteisisvenjur og reglur og síst af öllu kann það að bíða í biðröð.....Það veit ekki hvað fyrirbærið er og verður algjörlega stórmóðgað ef því er sagt að fara og standa bakvið einhverja aðra manneskju og í einhverri asnalegri beinni línu. Af hverju má ekki bara troðast eins og í Klúbbnum í gamla daga? Það horfir á mann þessum heimsku augum og verður opinmynt og spyr: ,,Ha! á ég virkilega að bíða í biðröð? En ég er svo spes...." Það skilur ekkert í þessu. En svo kann það ekki heldur að segja afsakið ef það hóstar framan í þig, labbar á þig eða yfir þig og ég tala nú ekki um ef að það er næstum búið að fella næsta mann um koll. Það horfir bara á mann og skilur ekkert að það skuli hafa verið önnur manneskja á sama stað... Erum við ekki á Íslandi þar sem einn hektari er fyrir hvern íbúa??? Það skilur ekkert í þessu. Fólk fattar bara ekki að þessi hektari sem er fyrir hvern íbúa á íslandi er á Vatnajökli, Hofsjökli, Langjökli og fleiri stöðum þar sem engin kemur nema fulginn fljúgandi. Við erum bara ekki að fatta að við lifum í borg og þegar maður lifir í borg, þá á maður ekki að labba á annað fólk og segja ekki afsakið. Maður á ekki að sparka í löppina á öðru fólki og segja ekki afsakið. Ég er ansi hrædd um að það væri litið eftir af manni ef að maður mundi Haga sér svona í New York eða London. Eða hvar sem er annars staðar. En á Íslandi kemst fólk upp með allt því að allir halda að þeir séu svo spes hérna...
Púff, jæja, búin að pústa út og hneykslast á menningarleysi Íslendinga. Núna er ég farin að sofa og ætla að dreyma að ég sé að raða prúðum Íslendingum í biðröð....

Sunday, December 18, 2005

Jólin Koma!

Núna er ég flutt inn í Debenhams og er þar frá morgni til kvölds. Frá sólarupprás til sólseturs (ekki að það er nú ekki erfitt í desember). Annars ef að þið viljið senda mér jólakort eða ná í mig, þá er heimilisfangið mitt núna Hagasmári 1, Smáralind, kassasvæði 1, 1. hæð.
Annars er það nú í fréttum að ég sá um það bil 5 stk. myndalega dúdú fugla í gær (frá 10-22). Mér finnst það nú ansi vel gert. Ég hélt ekki að það væri svona mikið til af þokkalega tilhöfðum dúdú hérna á landi. En, jú, viti menn!!
En allavega, ég hef ekki séð tangur né tetur af henni Grumpu í óratíð og ég er farin að spá í hvort að hún sé farin eitthvað að hlaupa á ströndinni eða hvað hafi eiginlega orðið af henni? Ætli hún sé uppi í Gerðubergi að halda marenskökunámskeið fyrir einstæðar húsmæður....hm, látiði mig vita ef þið hafið eitthvað frétt af barónessunni.

Wednesday, December 14, 2005

DooDoo fuglar og fleira

Jú, mikið rétt. Forski er svoleiðis grafin undir bókum,skruddum og pappírum. Ég er annars að vinna í seinasta verkefninu og er bara að taka mér smá pásu áður en ég dembi mér í lokakaflann. Annars er það nú ekki svo mikið að frétta héðan úr litlu lærikompunni. það er nú frekar að einhverjir aðrir geti sagt mér eitthvað skemmtilegt. Til dæmis hvernig var lúsíupartíið á laugardaginn seinasta? Var það ekki alveg brilliant bara? Eða þannig, það gleymdist náttúrulega bara algjörlega held ég og ekki veit ég hvar Grumpa var. Stakk hún kannski af heiman eða þurfti að leggja hana inn á tæknideild Landspítalans vegna þjóðfélags- og alheimshryggðar? Annars voru ég og Tensai að vinna húsverkin í dag (eins og okkur er einum lagið)og þar sem við lágum á hnjánum og skrúbbuðum og bónuðum og fægðum silfrið, þá fórum við að spjalla svona almennt um karlmanninn og við komumst eiginlega að þeirri niðurstöðu (eins og allar aðrar konur með einhverju viti í þessum heimi)að karlmenn eru hreinlega, 100% óþarfir í heiminum og þess vegna fæðast núna miklu fleiri konur inn í þennan heim. Þeir eru að deyja út eins og DooDoo fuglarnir forðum. Og af nákvæmlega sömu ástæðu. Dýrategundin er bara too .... stupid!!! Við hlógum að vonum mikið af þessu og þótti þetta algjörlega brilliant kenning. Sáuð þið ekki Ice Age? Þannig sé ég fyrir mér karlmanninn í dag..... Skondið eller hur?

Monday, December 05, 2005

Skítalabbar og annar ósómi

þetta var nú alveg það besta af öllu svei mér þá! Maður sem gengur laus í Hafnarfirði og kúkar í skólatöskur hjá börnunum!!! Hvað er eiginlega að gerast í þessu þjóðfélagi? Maður má bara ekki standa upp frá skólabókunum lengur án þess að eiga á hættu að maður hafi eitthvað óhreint í pokahorninu þegar maður kemur aftur. Nei, nú er það sko svart. Ég ákvað að fara ekki í Þjóðarbókhlöðuna í dag af ótta við skítalabbann. hann gæti hafa hækkað sig upp um bekk og farið í æðri menntastofnanir til að dreifa skít og öðrum ófögnuði....Aumingja Hafnarfjörður, hvað ætli sé orðið um reppið í þessum aumingjans bæ?
annars að allt öðru, en það er ást á þjónustufulltrúum bankanna. Hafiði ekki lent í því að fara að metast um hversu góður þjónustufulltrúinn þinn er? Maður fer stundum að monta sig af konunni sem sér um fjármálin manns og gefur manni sjéns þegar maður hefur allt niður um sig.maður er eins og á leikvellinum hér í gamla daga. Þjónustufulltrúinn minn er sko betri en þinn, hún getur gert allt fyrir mig, skipt visareikningnum mínum og svo segir hún alltaf að allt sé í stakasta lagi....minn getur sko allt....Við Tensai lentum í slíkum deilum um daginn og þetta endaði með því að ég sagði að minn þjónustufulltrúi gæti sko sest ofan á hennar þjónustufulltrúa og yfirbugað hana léttilega í vísitölum og skuldabréfum....eða eitthvað í þá áttina.

Saturday, December 03, 2005

Hugleiðingar á aðventu

Þá er aðventan hafin með próflestri og jólaskrauti. Árnagarður og Þjóðarbókhlaðan fyllast af stúdentum í jogginggalla og víðum náttbuxum. Ég er víst engin undantekning og mætti í mínum sportbrókum sem eru reyndar orðnar svolítið þröngar sem segir Forska bara að hún hefur það alltof gott greinilega á þessum námslánum. Bara étandi úti aðra hverja viku og þá á stöðum eins og Grillinu, Hótel Holti og Austur Indíafjelaginu. En annars var nú tilefnið ansi hátíðlegt um daginn þar sem hún Tensai San er víst orðin Celebrety á háu stigi. Núna þverfótar maður ekki fyrir æstum aðdáendum. Tensai er mjög ánægð með þetta allt saman enda búin að fá alla þjóðina til að háskæla í einn og hálfan mánuð. Geri aðrir betur.
annars eru aukakílóin mítt áhyggjuefni þennan mánuðinn. Skítt með prófin og allar ritgerðirnar. Ég er með mestar áhyggjur af bumbunni þessa dagana. Annars erum við Kokksi búnar að komast að ástæðunni fyrir þessari dulafullu bumbu, en það er svokallað tvíburaeinkenni sem á sér stað hérna.Það er engin önnur skýring á þessu, nema kannski fyrir allt súkkulaði átið sem hrjáir Forska náttúrulega á háu stigi. Og þá er það ekkert súkkulaði á verri endanum. Segið svo að maður hafi það ekki gott á námslánunum. Ég skil ekkert hvað Monopoly var að hafa áhyggjur á sínum tíma. Ég segi bara allir skelli sér í skóla og græðið á tá og fingri.