Kurteisisvenjur
Það er eitt sem ég er algjörlega búin að komast að í sambandi við annars þessa ágætu Íslendinga og það er að fólk kann ekki almennar kurteisisvenjur og reglur og síst af öllu kann það að bíða í biðröð.....Það veit ekki hvað fyrirbærið er og verður algjörlega stórmóðgað ef því er sagt að fara og standa bakvið einhverja aðra manneskju og í einhverri asnalegri beinni línu. Af hverju má ekki bara troðast eins og í Klúbbnum í gamla daga? Það horfir á mann þessum heimsku augum og verður opinmynt og spyr: ,,Ha! á ég virkilega að bíða í biðröð? En ég er svo spes...." Það skilur ekkert í þessu. En svo kann það ekki heldur að segja afsakið ef það hóstar framan í þig, labbar á þig eða yfir þig og ég tala nú ekki um ef að það er næstum búið að fella næsta mann um koll. Það horfir bara á mann og skilur ekkert að það skuli hafa verið önnur manneskja á sama stað... Erum við ekki á Íslandi þar sem einn hektari er fyrir hvern íbúa??? Það skilur ekkert í þessu. Fólk fattar bara ekki að þessi hektari sem er fyrir hvern íbúa á íslandi er á Vatnajökli, Hofsjökli, Langjökli og fleiri stöðum þar sem engin kemur nema fulginn fljúgandi. Við erum bara ekki að fatta að við lifum í borg og þegar maður lifir í borg, þá á maður ekki að labba á annað fólk og segja ekki afsakið. Maður á ekki að sparka í löppina á öðru fólki og segja ekki afsakið. Ég er ansi hrædd um að það væri litið eftir af manni ef að maður mundi Haga sér svona í New York eða London. Eða hvar sem er annars staðar. En á Íslandi kemst fólk upp með allt því að allir halda að þeir séu svo spes hérna...
Púff, jæja, búin að pústa út og hneykslast á menningarleysi Íslendinga. Núna er ég farin að sofa og ætla að dreyma að ég sé að raða prúðum Íslendingum í biðröð....
Púff, jæja, búin að pústa út og hneykslast á menningarleysi Íslendinga. Núna er ég farin að sofa og ætla að dreyma að ég sé að raða prúðum Íslendingum í biðröð....
7 Comments:
At December 21, 2005 ,
Anonymous said...
verst af öllu eru svo konur með barnavagna. Þegar maður sér eina slíka nálgast er best að taka til fótanna eða skutla sér út í næsta runna ef maður á ekki að verða keyrður niður og trampað á manni á eftir
At December 21, 2005 ,
Anonymous said...
Ætli það sé ástæðan fyrir því að Racine fannst alltaf í runna hérna í gamla daga?....
At December 22, 2005 ,
Anonymous said...
Spurning hvort það sé penna að keyra fólk niður eða öskra MAKE WAY, eins og enskar mæður með barnavagna (karlmenn í Englandi keyra ekki barnavagna, þeir eru bannaðir á vellinum og börum)????Sænska húsmæður þurfa aldrei að spá í þetta, þar taka allir svo mikið tillit að það ganga allir í einfaldri röð hægra megin svo barnavagnarnir komast fyrir vinstra megin. Í Danmörku er krökkunum bara komið fyrir í hjólaavagninum og VEI þeim verða fyrir húsmæðrum á REIÐHJÓLI í Danaveldi, það er næstum eins hættulegt og að fara á bar á Íslandi.
At December 22, 2005 ,
Anonymous said...
Og í Ameríku eru allir í Drive-inn....Ekkert vesen, þú þarft ekki einu sinni að fara úr bílnum..Hvernig ætli þetta sé á Bali, eða í Kuala Lumpur?
At December 22, 2005 ,
Anonymous said...
tóks Grumpu að komast að með sína fordóma útí saklausar mæður með barnavagna!
At December 22, 2005 ,
Anonymous said...
By the way, er Forski nokkuð kominn með afgreiðslutremma???
At December 23, 2005 ,
Anonymous said...
Mikið rétt móðir jörð. Forski er komin með afgreiðslutremma á hæsta stigi.Núna skanna ég skyrið inn á morgnanna áður en ég ét það og segi á ég að merkja þetta sem gjöf ef einhver réttir mér saltið við matarborðið....
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home