Kosningar og fleira
Jæja, þá eru kosningarnar búnar og svo virðist sem sjálfstæðismenn og framsókn ætli sér að stjórna öllu. Ég skil þetta ekki alveg, en hver er eiginlega svona ánægður með Halldór Ásgrímsson að hann kýs Framsókn? Ég bara spyr. Annars er ekki mikið um að vera nema ég er að breyta mataræðinu og hætta að hella upp í mig svona miklu kaffi og svona miklu magni af súkkulaði. Það er samt ekkert svo auðvelt skal ég segja ykkur. :) Ég er líka hætt að eyða eins og mofo og er núna farin að telja krónurnar svolítið. Það getur líka verið svolítið gaman að sjá krónurnar vaxa inni á reikningnum. Ekki að ég sé þær reyndar ekkert vaxa, þetta fer allt í skuldir og námslán. Enda er ekki ódýrt að lifa bara á konfekti og kampavíni í þrjú ár á meðan maður er í skóla.....
Er einhver með lausnina á því vandamáli að éta eins mikið gotterí og súkkulaði án þess að bæta á sig grömmumm?
Er einhver með lausnina á því vandamáli að éta eins mikið gotterí og súkkulaði án þess að bæta á sig grömmumm?