Forskaren

Tuesday, May 30, 2006

Kosningar og fleira

Jæja, þá eru kosningarnar búnar og svo virðist sem sjálfstæðismenn og framsókn ætli sér að stjórna öllu. Ég skil þetta ekki alveg, en hver er eiginlega svona ánægður með Halldór Ásgrímsson að hann kýs Framsókn? Ég bara spyr. Annars er ekki mikið um að vera nema ég er að breyta mataræðinu og hætta að hella upp í mig svona miklu kaffi og svona miklu magni af súkkulaði. Það er samt ekkert svo auðvelt skal ég segja ykkur. :) Ég er líka hætt að eyða eins og mofo og er núna farin að telja krónurnar svolítið. Það getur líka verið svolítið gaman að sjá krónurnar vaxa inni á reikningnum. Ekki að ég sé þær reyndar ekkert vaxa, þetta fer allt í skuldir og námslán. Enda er ekki ódýrt að lifa bara á konfekti og kampavíni í þrjú ár á meðan maður er í skóla.....
Er einhver með lausnina á því vandamáli að éta eins mikið gotterí og súkkulaði án þess að bæta á sig grömmumm?

Monday, May 22, 2006

Aðeins meira um Eurovision

Ég ræð mér ekki af kæti yfir sigri Finnana. Flott hjá þeim að rúlla upp þessari annars skelfilegu væmnu keppni. EN hvað er eiginlega málið með ókurteisina í Grikkjum? Finnst þeim þeir geta hagað sér svona opinberlega útaf öllum leikritunum sem þeir sömdu fyrir 2500 árum? Mér er spurn. En þeir púuðu víst sem aldrei fyrr á saklausa keppendur. Og svo púuðu þeir líka þegar þeir fengu ekki stig fyrir þessa herfu sem stóð á sviðinu. Þetta er allt saman mjög fyndið. Og svona til að svara kommenti Grumpu, þá er ég voðalega fordómafull út í austurevrópubúa. En það er miklu betra að hafa vesturevrópskar glyðrur heldur en austurevrópskar....eða þannig. Ég trúi því nú heldur ekki upp á Grumpu að hún virkilega þoli ekki sjálfstæðisflokkinn og að hún fíli nú Gísla Martein svona inn við beinið og að henni finnst ábyggilega Keflavíkurbúar og Breiðholts(pakkið)fólkið hið ágætasta fólk. Það er ekkert nema umburðalyndin sem ræður ríkjum hér á bloggsíðunum þessa dagana.....Maður er nú bara að grínast svona í flestum tilfellum (nema þegar kemur að spænskum hermönnum í latexbuxum). Mér finnst Breiðholtið í rauninni vera voðalega fallegt og Keflavík ætti að verða höfuðborg Íslands, og þar ætti að byggja skyscrapers...eða þannig. Best að halda áfram að vinna. :)

Friday, May 19, 2006

Post-Eurovision Trauma!

Var þá ekki púað á Sylvíu skvísu!! Mér fannst hún hrein snilld og það besta sem nokkur tíma hefur sést í þessari keppni!! Þessi manneskja er greinilega algjör snillingur að geta gert þetta. Mér finnst að Ágústa Eva eigi að fá fálkaorðuna og fleiri orður! Um að gera að gera grín að þessari keppni og setja smá húmor inn í þetta. Og af hverju ekki bara að fíflast í þessari keppni þegar þetta er hvort sem er algjör vitleysa frá upphafi til enda?! Sáu þið lögin sem komust áfram??? Og allt frá A-evrópu. Ég held að það þurfi að skíra keppnina upp á nýtt; Easternvision. Hvað er málið eiginlega! Af hverju hélt þetta austurevrópska pakk sig ekki bara bakvið kommúnistamúrinn áfram? Hver hleypti þessu fólki öllu út eiginlega? Og vei þeim sem ætlar að innreiða austurevrópskan tónlistarsmekk á Íslandi!! Eða kannski væri það svosem ekkert vitlausara en allt Ameríska smjördótið sem tröllríður landinu. Hmm, ég held svei mér þá að við ættum bara að snúa okkur að swinginu og gamla góða Presleyrokkinu.
Annars var flott að sjá Finnana fara áfram. Þeir geta kannski eitthvað gert grín í þessu. Þeir halda kannski uppi heiðri Vestur Evrópu.

Thursday, May 18, 2006

Eurovision

Styttist óðum í Júrósýn/Júróvisjón/Eurovisjón.....
Hlakka til að sjá Sylvíu Nótt á sviðinu í kvöld. Ég get ekki sagt annað en mér finnst framlag hennar og hegðun algjör snilld. En þetta sýnir okkur vesturlandabúum (og kannski jarðarbúum) bara hvað við ruglumst auðveldlega á alvöru, gríni, leik og ekta. Þessi persóna er ekki til og hún er tilbúningur frá a-ö. En samt er hún tekin mjög alvarlega af sumum. En þetta sannar bara að Baudrillard hefur ábyggilega rétt fyrir sér. Sýndarveruleikinn er orðin það sem við lifum í og við erum farin að herma eftir veruleikanum. Eftirherman er orðin af frummyndinni og við dýrkum hana eins og hún sé hið ekta og upprunalega. Mér finnst til dæmis snilld hvernig viðbrögð fólks var við skrópi hennar á Essostöðinni hér um daginn. Auðvitað! Það var verið að reyna að minna fólk á að þessi manneskja er ekki til. Hún er tilbúningur. Eftirherma og óraunveruleg. Hún er hluti af leiksýningu sem á bara heima uppi á sviði. En vesturlandabúar sjáum ekki lengur muninn á alvöru og óekta.

Wednesday, May 17, 2006

Brúskmotta???

Ég geng núna um í vinnunni með rótað hárið, stareyg og talandi við sjálfa mig. Hvað í ans...er brúskmotta? Er það hormotta? Gólfmotta? eða hvað? Ég er að þýða mottu námskeið og hef ekki hugmynd um hvernig þessi ógurlega brúskmotta lítur út??!!
Ég sé fram á að liggja yfir stóru mottubókinni (gefin út af Fjölva) í allt kvöld og lesa mér til um mottur sem eru framleiddar með þar til gerðum brúskum...
Annars hefur heyrst að Eyþór Arnalds hafi stofnað nýjan lista sem heitir Alkólistinn og skipta eigi um nafn á Árborg og núna heitir hann Tuborg. Núna ætla Sjálfstæðismenn að drífa í því að breikka Suðurlandsveginn til að flokksmenn komist nú greiðlega heim til sín eftir sextugsafmæli og annan gleðskap....

Monday, May 15, 2006

Helgarfréttir

Þetta var nú svei mér þá helgin, Ekki að Forski var ljúf sem lamb eins og venjulega. En það virtust allir hafa brjálast bara um helgina. Einhver gaur fannst í Heiðmörk allur barin og kramin greyið, ráðist á ungling í Hafnarfirði (örugglega Reykvíkingar!!) og svo brjálaðist Eyþór Arnalds algjörlega og keyrði fullur útum allan bæ...ekki veit ég hvað kallinum lá eiginlega á, en ég held að Grumpa muni flissa svolítið yfir þessum óförum sjálfstæðismanna...
Annars er ég að reyna að hætta að eyða peningunum mínum í vitleysu og ætla að reyna að halda þessu loforði mínu í heilt ár. Þetta gengur ágætlega svona þegar maður gistir í sveitasælunni, en þar sem ég er nú á leiðinni aftur til Reykjavíkur, þá eiga nú freistingarnar að bíða manns á hverju götuhorni. En ég er handviss um að mér takist ágætlega upp þar sem ég á eftir að skrifa hlussuritgerð í sumar og hef því engan tíma til að hanga í búðum, kaffihúsum, veitingastöðum eða á öðrum menningarlegum stöðum borgarinnar.
Lifið heil.

Friday, May 12, 2006

Horror í Flugleiðum

Ég er alveg gáttuð á afspyrnu lélegri þjónustu hjá Flugleiðum. Saklausa ég, ætlaði að athuga með farmiðann minn. Og það var nú eins og ég hefði bara móðgað konuna í símanum svona svakalega fyrir að voga mér að hringja að hún hundskammaði mig og ég varð algjörlega gáttuð og orðlaus á þessum svakalega dónaskap. Ég er alveg viss um að þessi skrifstofa sé staðsett í Keflavík eða einhverstaðar þar, nema hún sé í efra breiðholti í eldhúsinu hjá 55 ára konu sem er búin að vera á sósíalinum síðan hún var 13 ára. Ég er búin að kvarta og rífast og núna er ég sannfærð um að ég fer frá landinu héðan í frá í Iceland Express blikkdósunum eða siglandi, hvort sem það verður í kajak, árabát eða víkingaskipi. Ég er búin að fá alveg nóg af þessu guðsvolaða fyrirtæki sem gerir ekkert annað en að ræna af manni flugmiðum.....
Annars er ég alveg búin að jafna mig og er barasta í sólkisns skapi.

Wednesday, May 10, 2006

Sumarið komið enn á ný!

Bara svona aðeins að minna á mig og láta vita að ég er ekki dauð úr öllum æðum. Var að klára prófin um helgina og hef notið góða veðursins til hins ýtrasta. Er farin að vinna í Ikea allan daginn og núna finnst mér ég vera svoooo góður borgari þar sem ég mæti í vinnuna klukkan átta á morgnanna og vinn til 16.30. Rétt eins og góðborgara sæmir. Núna eru námsdagarnir með víni og spreðeríi á enda og ekki laust við að Forski sé svolítið leið yfir þessu. Núna er ekki hægt að sníkja út hina ýmislegu hluti og varning gegn því að maður sé í skóla. Núna halda allir að maður sé orðin ríkur bókmenntafræðingur og núna þarf maður að borga allt sjálfur.....crap!
En það er helst að frétta af mér að ég fór til Parísar um daginn og leist svona rosalega vel á borgina. Það eru nú margir í vinahópnum ekki alveg sammála mér og vilja meina að London hafi enn vinningin. En nei, segi ég. París er algjörlega yndisleg borg. Andrúmsloftið, menningin, listin, kaffihúsin, kaffið, maturinn, vínið, osturinn...þetta er endalaust yndislegt. ég varð algjörlega ástfangin af París!
Viva la France!!!