Gifting framundan
Hey, vitiði hvað ég er að spá í að gera?? Ég er að spá í að halda brúðarkjólnum og það sem meira er, ég er að spá í að giftast bara sjálfri mér!! Er það ekki bara það besta í málinu? Hún Elísabet Englandsdrottning giftist Englandi hérna í den og ég las einu sinni um konu sem giftist sjálfri sér. Ég veit reyndar ekki alveg hvernig giftingin sjálf fór fram í kirkjunni en það er alltaf bara hægt að nota ímyndunaraflið með það. Síðan ætla ég að halda veislu eftir á og bjóða öllum vinum og vandamönnum. Ég ætla að hafa Grumpu, Tensai og Kokksa sem brúðarmeyjar og ein af þeim keyrir litlum dúkkuvagni niður kirkjugólfið með dúllurnar mínar tvær sitjandi í. Klói litla og Dafnis verða með svona litlar blúnduhúfur á hausnum og mjálma í takt við tónlistina.
Þetta verður ábyggilega alveg meiriháttar brúðkaup og það eftirminnilegasta sem haldið hefur verið á Íslandi síðan Hallgerður giftist honum Gunnari. Kannski kem ég lika í Séð og Heyrt, Hér og Nú og svo aldrei að vita að maður kemur á forsíðuna á DV sjálfu. Fyrirsögnin gæti verið á þá leið: Orðin leið á að bíða eftir prinsinum og gerði þetta bara allt saman sjálf. Grét af gleði, varð ólétt eftir Guð og svo af geimveru og flaug síðan heim til sín á hjóli....sjáiðið bara myndirnar!!!! Kannski eitthvað á þá leið.
Þetta verður ábyggilega alveg meiriháttar brúðkaup og það eftirminnilegasta sem haldið hefur verið á Íslandi síðan Hallgerður giftist honum Gunnari. Kannski kem ég lika í Séð og Heyrt, Hér og Nú og svo aldrei að vita að maður kemur á forsíðuna á DV sjálfu. Fyrirsögnin gæti verið á þá leið: Orðin leið á að bíða eftir prinsinum og gerði þetta bara allt saman sjálf. Grét af gleði, varð ólétt eftir Guð og svo af geimveru og flaug síðan heim til sín á hjóli....sjáiðið bara myndirnar!!!! Kannski eitthvað á þá leið.